Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði

Góð mæting var á fund sem haldinn var í gær í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á vegum verkefnisins Auðlindarinnar okkar. Einnig fylgdist fjöldi manns með fundinum í streymi á netinu og var góð þátttaka í umræðum bæði í sal og í gegnum streymi. Fundarstjóri fundarins á Ísafirði var Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Rebekka Hilmarsdóttir sérfræðingur […]
Todor þjálfar kvennalið ÍBV

ÍBV hefur ráðið Todor Hristov sem þjálfara kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu til þriggja ára en hann tekur við af Jonathan Glenn. Todor, sem er 35 ára gamall, er frá Búlgaríu en hefur verið búsettur á Íslandi í átta ár og lék fyrst með Víkingum í Reykjavík í eitt ár en síðan með Einherja á Vopnafirði frá […]
Framlengja samninginn um rekstur Herjólfsbæjar

Málefni Herjólfsbæjar í Herjólfsdal voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Fyrir bæjarráði lá beiðni frá Eyjatours ehf., sem hefur annast endurbætur, uppbyggingu og rekstur Herjólfsbæjar skv. samningi þar um, sem gildir til fjögurra ára, um framlengingu samningsins um nokkur ár. Í erindinu koma fram upplýsingar um þær endurbætur á Herjólfsbæ sem ráðist hefur […]
Tafir á endurheimt Herjólfs

Eins og áður hafði verið tilkynnt var stefnt að því að Herjólfur IV mundi hefja áætlanasiglingar milli lands og Eyja sunnudaginn 6. nóvember eftir slipptöku. Í gær kom í ljós stórt vandamál í box-kælum skipsins og eftir mat flokkunarfélags, skipatæknifræðinga og áhafnar skipsins er ljóst að taka þarf Herjólf IV aftur upp í þurrkví í […]
Safnahelgi – Eyjasund og KK

Safnahelgi heldur áfram í dag og enn er það Safnhús sem er miðpunkturinn. Þar mætir Sigurgeir Svanbergsson og lýsir í máli og myndum Eyjasundi sínu í júlí í sumar. Um kvöldið verður slegið í klárinn þegar KK mætir á Háloftið. Opnunartími safna: Eldheimar 13:30-16:30 alla daga. Solander sýningin á opnunartíma. Sagnheimar 13-16 á laugardag. Frítt […]