Félagsmiðstöðin Strandvegi 50 var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar kynnti starfsemi vetrarins. Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma. Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum mánuði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ráðið þakkar kynninguna í niðurstöðu sinni. Ráðið telur mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar bjóði upp á fjölbreytta dagskrá fyrir ungmenni í Vestmannaeyjum. Einnig er mikilvægt að leita allra leiða til að auka þátttöku ungmenna í skipulögðu félagsstarfi.