Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seininpartinn í dag, þar sem enn er ófært til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér nú rétt í þessu.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45
Laugardagur og sunnudagur
Ljóst er skv. spá að ekki verður hægt að sigla til Landeyjahafnar vegna bæði veðurs og sjólags, en spáð er ölduhæð yfir 3 metrum.
Að því sögðu verður siglt til Þorlákshafnar þessa daga.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45
Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 07:00, 17:00, 09:00 og 19:00 hafa verið færðir sjálfkrafa milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu okkar til þess að gera ráðstafanir með bókanir sínar.
Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.