Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri fór yfir greiningu á starfsemi og þróun hafnarinnar sem Efla vann fyrir Vestmannaeyjahöfn.

Niðurstöður sýna að flutningur utan gáma hefur dregist saman um 7% frá árinu 2010 en vöruflutningar í gámum hafa aukist um 75% á sama tíma. Einnig hefur orðið umtalsverð aukning á flutningum með Herjólfi frá árinu 2010.

Ráðið þakkaði kynninguna sem og góð og skjót vinnubrögð EFLU.
02_Greining á þróun í hafnargeiranum_Rv02.pdf