Útflutningsverðmæti sjávarafurða í hæstu hæðum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 30 milljörðum króna í október. Það er um 12% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra, en um 17% sé leiðrétt fyrir gengisbreytingu krónunnar. Frá þessu er greint í frétt á vefnum radarinn.is. Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða þar með komið í tæpa 288 milljarða króna. […]
Bikarleiknum frestað

Ekkert verður af viðureign ÍBV og KA/Þórs í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ sem áformuð var í Vestmannaeyjum í kvöld. Samkvæmt tilkynningu er í ófært í flugi á milli Akureyrar og Vestmannaeyja. Flauta átti til leiks klukkan 17.30 í Vestmannaeyjum og sýna leikinn í sjónvarpi allra landsmanna. Nýr leikdagur hefur ekki verið ákveðinn en væntanlega liggur […]
Fjöldi verkefna frá Eyjum hlutu styrki

Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 28 umsóknir og 62 í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni var 32,6 m.kr. úthlutað, 13,1 […]
Auðlindin okkar – Fjörugur fundur í Eyjum

Þriðji fundurinn í fundaröðinni, Auðlindin okkar var haldinn í Vestmannaeyjum áttunda nóvember. Mæting var góð og fjörugar umræður þar sem komið var inn á flest það sem snýr að sjávarútvegi. Um hann segir á vef stjórnarráðsins: Líflegar umræður og skoðanaskipti áttu sér stað á vel sóttum þriðja fundi fundaraðarinnar Auðlindin okkar sem haldinn var 8. nóvember í […]