Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í vikunni sem leið þar var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi við Faxastígur 36. Guðmundur Oddur Víðisson f.h. Orkan ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir bílaþvottastöð á lóð fyrirtækisins Faxastíg 36, í samræmi við framlögð gögn.

Umsóknin var sam­þykkt með neðangreindri bókun. “Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.”