Fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs fyrr í þessum mánuði. Fyrir lá fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2023 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn. Rekstrartekjur eru áætlaðar 536 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði neikvæð um 8,5 milljónir króna.