Umsókn um byggingarleyfi á Heiðarvegi 12 lá fyrir afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í síðustu viku. Sigurjón Pálsson f.h. Steini og Olli ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsnæði fyrirtækisins Heiðarvegi 12. Sótt er um leyfi til að
byggja nýja hæð þannig að á 2. og 3. hæð verði 5 litlar íbúðir á hvorri hæð samtals 10 íbúðir. Á jaðhæð verða 4 geymslurými, í samræmi við framlögð gögn.

Byggingarfulltrúi vísar í niðurstöðu sinni umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.