Nýtt blað Eyjafrétta kemur út í dag og er að venju fullt af athyglisverðu efni. Hæst ber fjögurra síðna umfjöllun um málstofu um Kveikjum neistann.  Má líka nefna viðtöl við fulltrúa nýrra eigenda Hótels Vestmannaeyja og viðbrögð trúnaðarmanns starfsfólks í Leo Seafood og Arnars Hjaltalín, formanns Drífanda við væntanlegum kaupum Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og útgerð Þórunnar Sveinsdóttur VE.

Kótelettukarlinn Péturs Steingrímsson er í léttu spjalli, Addi Steini er ekki sáttur, Eyþór skundaði á landsfund, rætt við Andreu  formann sóknarnefndar um stöðu Landakirkju, Hemmi Hreiðars gerir upp tímabilið og ýmislegt fleira efni er að finna í blaðinu.

Myndin er af konum á kvennakvöldi ÍBV  sem er meðal efnis í blaðinu.

Safnahús KRÓ