Sykursýki –    Baráttumál Lionshreyfingarinnar í áratugi!

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í  samstarfi við hjúkrunarfræðinga  á HSU í Vestmannaeyjum  og  Apótekarann við Vesturveg. Bjóða bæjarbúum upp á ókeypis blóðsykursmælingu í Apótekaranum fimmtudaginn 24. nóvember milli kl. 13,00 og 16.00. 

Sá sjúkdómur sem er í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin er áunnin sykursýki af gerð tvö.   Aukin þyngd manna  og auknar  kyrrsetur  bjóða heim  þessum vágesti.  Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki , án þess að vita það.  Þessi sjúkdómur leggur fólk að velli hljóðlega og er án einkenna lengi framan  af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt.  Greiningin er einföld og smá blóðdropi getur bent til að ástæða sé til að leita læknis.                                                                         Við hvetjum sem flesta að mæta í Apótekarann  á milli kl. 13,00 og 16,00  fimmtudaginn 24. Nóvember n.k.

 

Við bendum á athyglisverða grein á lions.is um sykursýki  sem Rafn Benediktsson prófessor og Lionsfélagi  skrifar og þar kemur fram að fjöldi sem greinist á ákveðnu tímabili og aldri miðað við höfðatölu er svipað fyrir tvítugt og um sjötíu ára aldur.  Hér hafa einnig orðið gríðalegar framfarir í meðhöndlun.  Þetta eru bæði tæknilegar framfarir og framfarir hvað varðar hvernig best er að þjónusta einstaklingana svo ná megi árangri.

 MÆTUM  SEM  FLEST Lionsklúbbur Vestmannaeyja