Eftir slakt gengi í síðustu leikjum vann ÍBV mikilvægan útisigur, 29:30 á Fram í Olís-deild karla í kvöld. Jafnt var framan af leik og var staðan 14:12 í hálfleik.

Í seinni hálfleik komst Fram fjórum mörkum yfir en þá sýndu Eyjamenn að lýsi og tros er það sem gildir þegar á reynir.  Síðustu mínúturnar voru meira en spennandi en sigurinn var okkar. ÍBV er nú í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig og næsti leikur er gegn KA á heimavelli.

Markahæstir voru Elm­ar Erl­ings­son og Rún­ar Kára­son með átta mörk.

Rúnar gerir atlögu að marki í leik gegn FH.

Mynd Sigfús Gunnar.

 

 

Valur 10 332:281 18
Afturelding 10 301:275 14
FH 10 291:285 14
Fram 11 328:322 13
ÍBV 10 334:304 12
Stjarnan 10 295:285 11
Selfoss 10 301:311 9
Grótta 9 251:249 8
KA 10 283:297 8
Haukar 10 290:284 7
ÍR 10 281:342 5
Hörður 10 289:341 1