Vestmannaeyjabær kemur vel út í úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Hún sýnir að leikskólagjöld, 8 tíma vistun með fæði, hækkuðu hjá 17 sveitarfélögum af 20. Fjórtán sveitarfélög hækkuðu gjöld á bilinu 3 -5,7%, þar af hækkuðu gjöld umfram 4% hjá átta sveitarfélögum. Hækkunin var 2.5% hjá Vestmannaeyjabæ.

Tímagjald fyrir 9. tímann er að öllu jafna hærra en tímagjald fyrstu 8 tímana. Mest hækkaði tímagjald fyrir 9. tímann hjá Grindavíkurbæ, 5,6% og næst mest hjá Suðurnesjabæ, 5%. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem lækkaði gjöld fyrir 9. tímann og nemur lækkunin 5%. Gjaldið stendur í stað hjá Vestmannaeyjabæ.

Nánar inni á www.asi.is/leikskólagjöld