Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og barnakór Landakirkju söng nokkra þekkta desember slagara. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur sögðu nokkur orð áður en Emilía Dís Karlsdóttir sem á afmæli 24. desember kveikti á trénu. Að sjálfsgðu mættu jólasveinar og færðu börnum góðgæti.