Ný stjórn hjá Leikfélagi Vestmannaeyja

Ný stjórn var nýlega skipuð hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Albert Snær Tórshamar er nú formaður leikfélagsins í fyrsta sinn eftir langan og flottan feril í leikhúsinu. Zindri Freyr Ragnarsson Cane er varaformaður, Ingveldur Theodórsdóttir er gjaldkeri, Svala Hauksdóttir rekur Eyjabíó, Valgerður Elín Sigmarsdóttir er markaðsstjóri, Goði Þorleifsson er ritari og vefstjóri, Jórunn Lilja Jónasdóttir er meðstjórnandi. […]

Opinn fundur í Þekkingarsetri í beinni

Setrid

Nú fara fram fjórir forvitnilegir fyrirlestrar í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þetta er endurtekning á fyrirlestrum sem Eyjamenn fluttu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu  þann 17.-18. nóvember síðastliðin. Þar voru fjögur erindi sem flutt voru af eyjamönnum sem vöktu mjög mikla athygli. Þessi erindi verða nú endurtekin. Þar mun Íris Róbertsdóttir,bæjarstjóri fjalla um hvaða áhrif […]

Fyrirliðinn framlengir

Knattspyrnuráð ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn út tímabilið 2025. “Mikilvægi Eiðs þarf ekki að fjölyrða um en hann var valinn besti leikmaður liðsins eftir liðið tímabil.” segir í tilkynningunni. Þar kemur enn fremur fram að, “knattspyrnuráð lítur á samning þennan […]

Jólaveisla VSV – „besti dagur lífsins“!

Fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar í Höllinni í gær, mikil stemning og gleði, enda féllu þessar hefðbundnu samkomur niður 2020 og 2021 af faraldsfræðilegum ástæðum. Það var sérlega ánægjulegt að taka upp þráðinn á nýjan leik. Fimm tugir barna mættu og einn guttinn sagði við móður sína á leið úr húsi að þetta væri besti […]

Nýir sjóðarar auka afköst og tryggja rekstraröryggi

Nýr sjóðari og forsjóðari eru komnir í hús fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar og nú er unnið að því að tengja þá við kerfi fyrirtækisins. Tækin eru engin smásmíði. Sjóðarinn er 35 tonn að þyngd en forsjóðarinn 7,5 tonn. Hvort stykki um sig er 13,5 metra langt. Það þurfti því talsverðar tilfæringar við að koma græjunum inn í verksmiðjuhúsið […]

Lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2023

Á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku bar Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2023. Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2023: Tekjur alls: kr. 5.313.718.000 Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: kr. 5.195.138.000 Rekstrarniðurstaða,jákvæð: kr. 167.431.000 Veltufé frá rekstri: kr. 752.937.000 Afborganir langtímalána: kr. 25.265.000 Handbært fé í árslok: kr. 2.036.080.000 Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2023: Rekstrarniðurstaða […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.