Vinnslustöðin hefur verið einn af styrktaraðilum KFS í gegnum tíðina og hefur sambandið verið farsælt. Í dag var skrifað undir áframhaldandi samstarf og verður Vinnslustöðin nú aðalstyrkaraðili KFS.

Hjá Vinnslustöðinni hafa fjölmargir leikmenn starfað í gegnum tíðina og hafa ungir leikmenn oft stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá KFS.

,,Það er mjög ánægjulegt að geta stutt við starf KFS áfram, og gaman að fylgjast með þessum ungu strákum blómstra,” Sagði Andrea Atladóttir sem skrifaði undir samningin fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar.

Uppbyggingarsjóðurvor23

Það var vel við hæfi að Jakob Möller skrifaði undir samninginn fyrir hönd KFS, Jakob lauk nýverið störfum sökum aldurs eftir áratuga starf fyrir Vinnslustöðina.

,,Það er gaman að vera nú kominn í nýtt hlutverk og hjálpa til hjá KFS, fylgjast með þessum ungu strákum sem eru flottir Eyjapeyjar.” Sagði Jakob.