Það er ekki slegið af þegar Einsi kaldi og Höllin slá saman í jólahlaðborð sem að þessu sinni voru bæði á föstudags- og laugardagskvöldi og þóttu takast einstaklega vel.

Maturinn frábær og ekki var tónlistarveislan síðri þar sem Hljómsveit Gísla Stefánssonar sá um. Hljómsveitin þétt og söngkonurnar Una Þorvaldsdóttir og Sara Renee Griffin fóru á kostum. Sérstakur gestur var Stefán Hilmarsson og úr varð besta jólahlaðborð landsins.

Una gaf á dögunum út nýtt jólalag sem hún samdi en Una syngur það sjálf ásamt mágkonu sinni Söru Renee Griffin. Una og Sara hafa gert enn betur fyrir jólin og eru nýbúnar að gefa út jólaplötu. Lagið heitir, Jól komið fljótt en platan ber nafnið, Jól með Unu og Söru á má finna á Spotify.