Verði samruni Ramma hf. og Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. samþykkt­ur verður hið nýja sam­einaða fé­lag með lang­mestu heim­ild­irn­ar í loðnu, alls 20,64%, sem er um­fram lög­bundið 20% há­mark. Miðað við 131.826 tonna út­hlut­un á yf­ir­stand­andi vertíð er um að ræða veiðiheim­ild­ir fyr­ir 843 tonn af loðnu.

Þetta má lesa úr nýj­ustu sam­an­tekt Fiski­stofu um sam­an­lagða afla­hlut­deild fiski­skipa í eigu ein­stakra aðila og lögaðila. Mbl.is fjallaði um málið í gær.

Þar má greina að nýtt fé­lag verður fjórða stærsta sam­stæðan í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi með 8,14% af út­hlutuðum kvóta og vel inn­an lög­bund­inn­ar há­marks­hlut­deild­ar sem er 12%. Fé­lagið verður með fjórðu mestu heim­ild­irn­ar í þorski, þriðju mestu í ýsu og í ufsa. Auk þess sem það mun hafa 5,74% hlut í gull­karfa, 5,03% í djúpkarfa og 7,37% í grá­lúðu.

Uppbyggingarsjóðurvor23

At­hygli vek­ur að sam­einað fé­lag verður með þriðju mestu heim­ild­irn­ar í síld.

Sam­eig­in­lega fara fé­lög­in einnig með mestu heim­ild­irn­ar í út­hafs­rækju og rækju við Snæ­fells­nes, 14% í báðum flokk­um. Þar af koma mestu heim­ild­irn­ar í gegn­um Ramma sem hef­ur um langt skeið verið stærsti aðil­inn í teg­und­inni hér á landi.