Barnaverndarlög og ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum voru til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs á dögunum.
Barnaverndarmál eru sem fyrr á ábyrgð sveitarfélagsins en með breyttu sniði. Vestmannaeyjabær hefur fengið tímabundið leyfi til að reka eigin barnaverndarþjónustu en stefnt er að varanlegu leyfi á næstu vikum. Unnið er að því að ganga frá nokkrum formlegum þáttum s.s. fomlegum breytingum í bæjarmálasamþykkt og varða breytt hlutverk barnaverndarnefndar og fullnaðarafgreiðslu starfsmann. Samningur um rekstur Umdæmisráðs barnaverndar hefur verið undirritaður. Umdæmisráðið er rekið saman með 46 öðrum sveitarfélögum. Framkvæmdastjórn Barnaverndarþjónustu Vestmannaeyjabæjar er skipuð af framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafa í barnavernd. Barnaverndarþjónstunan hefur yfir að ráða 8 – 9 ráðgjafa (félagsráðgjafa, almennra ráðgjafa, sálfræðinga, uppeldismenntaðra ráðgjafa) auk þjónustu lögfræðinga.