Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs yfir stöðu endurbóta og uppbyggingu á leikvöllum á fyrirfram gefnum svæðum sem skilgreind eru sem leikvellir, opin svæði og leikvellir við stofnanir. Unnið er áfram eftir áætlun sem kynnt var í ráðinu 21. apríl 2020. Unnið er í góðri samvinnu við umhverfis- og framkvæmdasvið og eftir aðalskipulagi bæjarins.

Í niðurstöðu ráðsins kemur fram að þau verkefni sem eru framundan eru m.a. leikvellir við Áshamar og Hrauntún auk minniháttar lagfæringar á öðrum. Búið er að kaupa leiktæki, gúmíhellur og gervigras. Verið er að skoða fleiri leiktæki sem hentar yngri börnum meðal annars á Sakkó. Ráðið þakkar kynninguna.