Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni sem leið. Fyrir liggja drög að samningi frá Vinnumálastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða allt að 30 umsækjendur sem eru væntanlegir til Vestmannaeyja á næstu vikum og mánuðum. Í samningum er mælt fyrir um lágmarksþjónustu sem á að veita umsækjendum. Unnið er að undirbúningi og skipulagi í samvinnu við Vinnumálastofnun. Ráðið þakkar fyrir upplýsingarnar.