Eyjanótt, stórtónleikar í Hörpu  á laugardagskvöldið verða í beinu streymi hjá Sjónvarpi Símans og Vodafone. „Ekki er víst að allir geti horft á streymið á laugardagskvöldið enda margt í boði. Þeir sem kaupa sér aðgang fyrir tónleikana hafa aðgang að þeim í 48 klukkutíma. Það er því hægt að njóta þeirra á sunnudaginn eða seinna í góðu tómi. Lofa ég góðri skemmtun,“ sagði Bjarni Ólafur tónleikahaldari.

 Mjög er vandað til tónleikanna í tilefni 50 ára minningarinnar og má búast við stórkostlegri skemmtun. Listamennirnir Klara Elías, Stefán Hilmars, Jóhanna Guðrún, Sverrir Bergmann, Hreimur Örn, Magnús Kjartan, Halldór Gunnar, Eygló Scheving, Jarl Sigurgeirs og Alexander Jarl syngja mörg af bestu lögunum sem við kennum við Eyjar. Stórhljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar, ásamt blásara- og strengjasveit spilar undir og kvenna- og karlakórar Vestmannaeyja sjá um að gæða lögin enn meiri krafti og meira lífi. Við munum minnast og gleðjast þetta kvöld í Hörpu og þér er boðið að vera með í beinni útsendingu, beinu streymi. “Allar upplýsingar um beint streymi er að finna á www.livey.events/eyjanott og með því að finna viðburðinn í Sjónvarpi Símans og sjónvarpi Vodafone með gömlu góðu fjarstýringunni”

Nánari upplýsingar um tónleikana sjálfa er að finna á harpa.is/eyjanott.

Uppbyggingarsjóðurvor23