Árið 2014 gaf Hljómsveitin Afrek frá Vestmannaeyjum út lagið Æskuslóð sem var goslokalag Vestmannaeyja það árið.

Í dag eru 50 ár liðin síðan eldgos hófst í Heimaey þegar jörðin rifnaði og þusundir lögðu á flótta.
Höfundar Æskuslóð vilja minnast þessa atburðar með því að endurútgefa lagið með myndefni sem tekið var á 8 og 16 mm filmur af eldgosinu árið 1973 í bland við nýleg drónaskot.

Myndbandið má finna á Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=jzVlMIgeQ9A


Æskuslóð er fyrst nú aðgengilegt á Spotify. https://open.spotify.com/track/0s433z0nFLPnzBQGm8FuFk?si=f390b9f2e6894576

Lag & texti með gripum : https://www.guitarparty.com/songs/aeskuslod/

Sjómanna kveðjur