Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest samþykktarbreytingar sem snerta lífeyrisréttindi allra sjóðfélaga Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja. Réttindi hækka frá og með 1. janúar 2023, mismikið eftir aldri, mest hjá þeim sem elstir eru. Á sama tíma taka gildi nýjar lífslíkutöflur sem gera ráð fyrir að þeir sem yngri eru lifi að jafnaði lengur en þeir sem eldri eru og fái því greiddan ellilífeyri í fleiri ár.
Allar lífeyrisgreiðslur hækka á nýju ári og koma fram við útgreiðslu nú í lok janúar. Greiðslur allra lífeyrisþega 67 ára og eldri hækka um 10,3% auk örorku- og makalífeyrisþega.
Hækkunin er tilkomin vegna afar góðrar ávöxtunar hjá Lífeyrissjóði Vestmanneyja síðastliðin ár.
Hafa ber í huga að hækkun getur haft áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og er í því samhengi bent á að uppfæra tekjuáætlun.

Samþykktarbreytingarnar er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins.