Í gær var þess minnst með fjölmörgum atburðum að 50 ár er liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands heimsótti Vestmannaeyjar og flutti ávarp á minningarviðburði vegna eldgossins í Heimaey.

Að morgni dags var haldinn minningarfundur í bæjarstjórn Vestmannaeyjarbæjar þar sem forseti var gestur og flutti ávarp. Þá heimsótti hann ýmsar stofnanir bæjarins og ræddi við heimamenn á öllum aldri.

Fjölmenn blysför var farin var frá Landakirkju að Eldheimum. Þar tók við hátíðarviðburður þar sem forseti og forsætisráðherra fluttu ávörp, auk bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viðburðinum var að hluta sjónvarpað beint í Kastljósi og má sjá upptökuna á vef ríkissjónvarpsins. Ávarp forseta má lesa hér.