ÍBV tyllti sér í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að vinna stórsigur á Fram, 30:25, í 14. umferð deildarinnar í Vestmannaeyjum. ÍBV fór a.m.k. tímabundið upp fyrir Val sem er þessa stundina að leik við KA/Þór á Akureyri,“ segir á handbolti.is,

Yfirburður ÍBV voru miklir í leiknum því á löngum kafla í síðari hálfleik var forskotið í kringum 10 mörk. ÍBV er nú með 24 stig og með sigri á KA/Þór verða Valur og ÍBV jöfn að stigum á toppnum.

 Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 14, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Elísa Elíasdóttir 4, Ingibjørg Olsen 1, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 17.

Mynd Sigfús Gunnar.

Hrafnhildur Hanna fór á kostum í leiknum og skoraði 14 mörk.

Sjá nánar á handbolti.is