Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir suðurland í dag. Spáð er að hvessi þegar líður á daginn, seinnipartinn er gert ráð fyrir að það verði austan stomu eða rok, 20-28 m/s með mjög snörpum vindhviðum, hvassast austantil. Einnig má búast við talsverðri snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður og hætt við foktjóni.

Lögreglan í Vestmannaeyjum minnir fólk á í tilkynningu að fergja lausamuni.