Vonskuveður í fyrramálið

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir Eyjamönnum á að veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs. Á milli 06:00 og 10:00 í fyrramálið er spáð sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur […]

Ísfélagið – Dagatal með sexy-myndum til góðs

Þau eru stór hjörtun á Dala-Rafn VE, en áhöfnin er að hefja sölu á dagatali til styrktar Krabbavörnum í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóels Þórs, var áhöfnin á heimstími og kom þá upp sú hugmynd að gera það sama og slökkvilið víðs vegar hafa gert, að búa til dagatöl með “sexy” myndum af áhafnarmeðlimum og selja […]

Flýta lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng

Ákvörðun um lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng hefur verið í umræðunni um tíma og nú hefur verið ákveðið á flýta framkvæmdinni og umsókn um leyfi send til Orkustofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Áætlað er að sæstrengurinn verði lagður sumarið 2025 í stað 2027 og mun hann verða 66 kV og sambærilegur við Vestamanneyjalínu […]

Einar ríki og fjölskylda í Sigurjónssafni

Einstæð sýning mynda eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara var opnuð núna um helgina í listasafninu sem við hann er kennt á Laugarnestanga í Reykjavík. Þarna er sýnt opinberlega í fyrsta sinn fjölskylduverkefni sem Sigurjón tók að sér árið 1963 fyrir Einar Sigurðsson útgerðarmann. Sýndar eru alls 17 myndir af Einari ríka sjálfum, af Svövu Ágústsdóttur, síðari […]

Fyrstu niðurstöður Kveikjum neistann lofa góðu um lestur barna

„Kveikjum neistann nálgunin miðar að því að efla lestrarkennslu þannig að nemendur fái öflugan stuðning þegar í upphafi grunnskólagöngu og eigi auðveldara með að öðlast lestrarfærni. Hún snýst um að mæla lestrarfærni barna út frá sjö breytum: Hversu marga stóra bókstafi barnið kann, hversu mörg hljóð stórra bókstafa það kann, hversu mörg hljóð lítilla bókstafa […]

Andlát: Gunnar Stefán Jónsson

Elsku eiginmaður minn og besti vinur, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR STEFÁN JÓNSSON Hásteinsvegi 60, Vestmannaeyjum, lést á Landspítala Fossvogi 19. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Björgvinsdóttir Ívar Gunnarsson – Ragna Lára Jakobsdóttir Jón Ragnar Gunnarsson Ingunn Sara Ívarsdóttir Davíð Þór Ívarsson Jakob Stefán Ívarsson (meira…)

Páll forseti bæjarstjórnar – Réttar ákvarðanir og rökréttar

Beindust að því eina marki að fá fólkið heim – Teknar undir þrýstingi  „Þegar ég horfi tilbaka rétta hálfa öld og velti fyrir mér öllu því sem hér gerðist – þegar ég var hér 18 ára peyi – staldra ég oft við þær ákvarðanir sem hér voru teknar af þeim sem réðu fyrir málum hér í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.