Ákvörðun um lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng hefur verið í umræðunni um tíma og nú hefur verið ákveðið á flýta framkvæmdinni og umsókn um leyfi send til Orkustofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Áætlað er að sæstrengurinn verði lagður sumarið 2025 í stað 2027 og mun hann verða 66 kV og sambærilegur við Vestamanneyjalínu 3, strengnum sem bilaði fyrr í mánuðinum en undirbúningur fyrir viðgerð á honum í fullum gangi.

Framkvæmd hefur verið greining á samfélagslegum kostnaði við það að hafa eingöngu einn sæstreng til Vestmannaeyja sem annað getur bæði forgangs- og skerðanlegri orkuþörf í Eyjum. Greiningin sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu í árslok 2022 sýndi að samkvæmt áhættumati er væntur samfélagslegur kostnaður við að hafa ekki varatengingu sem annað getur allri orkuþörf í Vestmannaeyjum nálægt 100 milljónum árlega.

Flýting Vestmannaeyjarstrengs 4 kemur sér einnig vel við að ná fram samlegðaráhrifum í framkvæmdum Landsnets en lagning sæstrengs yfir Arnarfjörð er einnig á framkvæmdaáætlun. Með því að leggja báða þessa sæstrengi á sama tíma má spara kostnað við strenglagningarskip sem þarf að fá til landsins í verkið og getur sparnaðurinn hlaupið á hundruðum milljóna.

Skýrslu Eflu um samfélagslegt verðmæti aukins afhendingaröryggis má finna hér á vefnum okkar.