Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir Eyjamönnum á að veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs. Á milli 06:00 og 10:00 í fyrramálið er spáð sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Ákvörðun um skólahald á morgun, þriðjudag, verður tekin fyrir kl. 7. Ekki er gert ráð fyrir að fella þurfi skólahald niður að fullu en mögulega gæti þurft að seinka upphafi skóladags.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum í fyrramálið.

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður ferðir Herjólfs kl. 07:00 í fyrramálið frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 frá Þorlákshöfn í ljósi appelsínugulrar viðvörunar og ofsaveðurs sem mun ríkja á Suðurlandi. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi.