Ákveðið hefur verið að fella niður seinni ferð dagsins vegna veðurs og sjólags. Skv. spá á að bæta í vind þegar líða tekur á kvöldið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi.
Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, fraktar og áhafnarmeðlima í huga. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína.
Hvað varðar siglingar á morgun fimmtudag, þá siglir Herjólfur til Þorlákshafnar skv. áætlun
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00.
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45.
Einnig er minnt á mikilvægi þess að setja faratækin sín í handbremsu áður en faratækið er yfirgefið.