Andlát: Ingólfur Þórarinsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Ingólfur Þórarinsson Fjólugötu 4 Vestmannaeyjum, lést á HSU Vestmanneyjum föstudaginn 10.febrúar, verður jarðsunginn frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 25. febrúar kl. 14:00. Streymi verður á vef Landakirkju, landakirkja.is. Sigurjón Ingi Ingólfsson – Sigurrós Sverrisdóttir Þórarinn Ingólfsson – Anna Guðmundsdóttir Gunnar Örn Ingólfsson – Helga Barðadóttir barnabörn og langafabörn (meira…)
Dagur framlengir

Handknattleiksdeild ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að félagið hefur samið við Dag Arnarsson um framlengingu á samningi hans sem gildir til næstu tveggja ára. Dagur er frábær leikstjórnandi og hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár. Hann er 25 ára og hefur leikið með félaginu alla sína tíð. […]
Öllu frestað

Vegna samgangna þarf að fresta tveimur leikjum í OIís deildum karla og kvenna sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum í dag, annars vegar ÍBV – Selfoss í Olís deild karla og hins vegar ÍBV – Stjarnan í Olís deild kvenna. Leikur ÍBV og Stjörnunnar í Olís deild kvenna verður leikinn þriðjudaginn 14. Febrúar kl.18.00 […]