Þjónustukönnun Gallup var til umræðu á fundi bæjarráðs í liðinni viku. Bæjarstjóri greindi frá helstu niðurstöðum könnunar Gallup á þjónustu sveitarfélaga fyrir árið 2022. Markmiðið með könnuninni er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og bera saman niðurstöður milli sveitarfélaga, en jafnframt að skoða breytingar frá fyrri mælingum.

Til stendur að boða til íbúafundar 21. febrúar. Á þeim fundi mun bæjarstjóri kynna niðurstöður könnunarinnar og verða niðurstöðurnar birtar að loknum íbúafundi. Jafnframt verður á þeim fundi fjallað um stöðu raforkuafhendingar til Vestmannaeyja, eftir að bilun kom upp í Vestmannaeyjastreng 3 (VM3), sem er aðalstrengur raforku til Vestmannaeyja.