Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í vikunni en Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir flugsamgöngum til og frá Eyjum. Flugið hefur verið ágætlega nýtt eftir að Flugfélagið Ernir hóf reglulegar flugsamgöngu til og frá Vestmannaeyjum þrisvar sinnum í viku. Flognar eru tvær ferðir á þriðjudögum, sú fyrri um morguninn og sú seinni um eftirmiðdag. Flogin er ein ferð til og frá Vestmannaeyjum á föstudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélaginu Erni hefur nýting flugsæta verið góð, eða um 70%.