Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var á ferð í Vestmannaeyjum í liðinni viku til þess að funda með bæjaryfirvöldum og hagsmunaaðilum um þá stöðu sem komin er upp í afhendingarmálum á rafmagni til Vestmannaeyja. Hann sagði í samtali við Eyjafréttir þessa fundi hafa verið gagnlega og hann gerði sér fulla grein fyrir alvarleika málsins. „Það var greinilegt á heimamönnum að það er þungt í þeim hljóðið eins og eðlilegt er enda aðstæðurnar alvarlegar. Það var þó ánægjulegt að finna að það er fullur vilji hjá Eyjamönnum um að leggja sitt af mörkum við að finna varanlega lausn á þessum vandamálum með yfirveguðum hætti.“

Guðlaugur Þór hefur skipað starfshóp sem er falið að skoða og leggja fram tillögur í rafmagnsmálum til skemmri og lengri tíma. Árni Sigfússon mun leiða starf hópsins en auk hans taka sæti í hópnum Íris Róbertsdóttir og Gísli Stefánsson. „Það er mikilvægt að fá heimamenn að borðinu og greinilegt að bæjarstjórnin er vel að sér í þessum málum. Við höfum stofnað viðlíka hópa víða um land um málefni ákveðinna svæða með góðum árangri,“ sagði Guðlaugur Þór. Gert er ráð fyrir að hópurinn hefji störf sem fyrst.

Nánar er fjallað um þessi mál í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem dreift var í gær