Sunnudaginn 19. febrúar sl. var haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar fyrir árið 2022 og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn var vel sóttur og dagskráin hefðbundin með skýrslu stjórnar, sem Andrea Atladóttir, formaður flutti og Hafsteinn Gunnarsson, endurskoðandi hjá Deloitte fór yfir reikinga síðasta árs.

Séra Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur fór yfir starfið 2022 sem er að rísa eftir samkomutakmarkanirnar í kófinu. Vantar enn nokkuð upp á að kirkjusókn hafi náð því sem hún var árið 2019. Guðmundur Örn varpaði þeirri spurningu fram í lokin: Skiptir kirkjan máli? Sjálfur svaraði hann þessari mikilvægu spurningu í yfirferð sinni sem varpar ljósi á mikilvægi Landakirkju í samfélaginu.

Nánar í nýjasta blaði Eyjafrétta þar sem Guðmundur fer yfir öflugt og fjölbreytt starf í Landakirkju.

Í stjórn sóknarnefndar eru aðalmenn: Andrea Elín Atladóttir, formaður, Steingrímur Svavarsson, Stefán Jónasson, Hörður Orri Grettisson, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir.

Varamenn: Aðalheiður Pétursdóttir, Matthías Harðarson, Svanhildur Sigurðardóttir, Þjóðhildur Þórðardóttir, Arnar Sigurmundsson, Kolbrún Sól Ingólfsdóttir og Marinó Sigursteinsson.

Mynd:

Öflugur hópur, prestar, hluti sóknarnefndar, sem og starfsfólks og Kvenfélags Landakirkju  sem sótti aðalsafnaðarfundinn. Aftari röð f.v. Arnar Sigurmundsson, Gísli Stefánsson, Kolbrún Sól  Ingólfsdóttir, Stefán Jónasson, Halldór Hallgrímsson, Steingrímur Svavarsson, Katrín Stefánsdóttir, Viðar Stefánsson og Matthías Harðarson.

Fremri röð: Guðmundur Örn Jónsson, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, Vera Björk Einarsdóttir, Andrea Atladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Svanhildur Sigurðardóttir.