Herjólfur hefur síðustu daga þurft að sigla eftir sjáfarföllum vegna þess að dýpi hefur ekki verið nægjanlegt til að halda fullri áætlun. Dýpkun hófst í vikunni og hefur gengið vel að sögn Sólveigar Gísladóttur sérfræðings hjá Vegagerðinni. “Jú, það hefur gengið vel. Þeir byrjuðu á mánudaginn klukkan átta og klukkan sjö í morgun var búið að taka ca. 8.300 m3.” Áætlað er að samtals þurfi að fjarlægja um 20.000 m3 til að Herjólfur geti siglt fulla áætlun án þess að vera háður sjávarföllum. “Eftir daginn í dag verða þeir ekki háðir sjávarföllum í dýpkun á ættu afköstin að um það bil tvöfaldast,” sagði Sólveig í samtali við Eyjafréttir.