Sjómenn hafna samningi

Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. Samningurinn var undirritaður hinn 9. febrúar síðast liðinn af forsvarsmönnum Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sjómenn höfðu þá verið án kjarasamnngs í þrjú ár. Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands segir […]

Andlát: Aðalheiður Jóna Einarsdóttir

Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Aðalheiður Jóna Einarsdóttir, Skólavegi 7, 900 Vestmannaeyjum. Lést á HSU Vestmannaeyjum miðvikudaginn 8. mars.Útför verður gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu.Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar og sjúkradeildar HSU í Vestmannaeyjum fyrir einstaka umönnun og hlýju við sín störf og MND teymi Landspítalans fyrir vel unnin störf. Njáll KolbeinssonMarý […]

Hvernig má laða heilbrigðisstarfsfólk til Eyja

Þann 7. mars sl. átti bæjarráð fund með hluta af framkvæmdastjórn HSU þar sem m.a. var farið yfir mönnun lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks á stofnuninni í Vestmannaeyjum. Á fundinum voru ýmsar leiðir ræddar til þess að bæta við mönnun á stofnuninni, m.a. ákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna sem heimila afslátt af námslánum til handa […]

Árvekniátak um ábyrga förgun munntóbakspúða

Fræðsluráð fjallaði á fundi sínum í vikunni um öryggi á skólalóðum og þá sérstaklega með tilliti til aukninga á notuðum munntóbakspúðum sem liggja m.a. á skólalóðum og geta valdið hættu. En 3-4 börn leita á bráðamóttöku barna í hverri viku vegna nikótíneitrunar þar sem nikótinpúðar eru algengasta orsök slíkra eitrunar. Fræðsluráð telur í niðuststöðu sinni […]

Mæta Haukastúlkum á útivelli

ÍBV stelpurnar mæta Haukum á útivelli í dag í 19. umferð Olís-deildarinnar. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar með 30 stig en Haukastúlkur sitja í sjötta sæti með 12 stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur á Haukar-TV á youtube. (meira…)

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.