Fræðsluráð fjallaði á fundi sínum í vikunni um heimgreiðslur. Fræðslufulltrúi fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi heimgreiðslur frá því þær voru teknar upp í september 2022. Fram kemur að frá því í september hafi foreldrar 19 barna fengið samtals greiddar 4.944.498 kr.

Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir upplýsingarnar. “Mikilvægt er að foreldrar geti nýtt sér heimgreiðslur til að koma til móts við tekjumissi séu þeir áfram heima með barni eftir að það nær 12 mánaða aldri. Fræðsluráð lítur svo á að heimgreiðslurnar séu jákvæður valmöguleiki fyrir foreldra til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar barns.”

Heimgreiðslur_samantekt.pdf