Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin.

Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum!

Krakkarnir voru leystir út með nammi – buffi, Prins pólói og Svala.

Allir glaðir, bæði gestir og gestgjafar.

Takk fyrir komuna!