Umsóknir í leikskóla og staða inntökumála var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir minnisblað um áætlaða leikskólaþörf næstu þrjú árin. Þar kom meðal annars fram að Kirkjugerð og Sóli taka til samans um 200 börn. Miðað við stærð árganga í dag og áætlun um 60 barna árganga á næstu árum má áætla að það vanti um 50 leikskólapláss til að uppfylla áætlaða þörf fyrir leikskólapláss.

Ráðið þakkaði upplýsingarnar og óskaði eftir öðru minnisblaði á næsta fundi ráðsins með tillögum að leiðum til að mæta aukinni þörf á leikskólaplássum með tilliti til þeirra umræða fóru fram á fundinum.

Minnisblað vegna mat á áætlaðri þörf á leikskólaplássum fyrir næstu 3 árin (2023).pdf