ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld í Laugardalshöll kl.20:15. ÍBV liðið er fyrir fram talið mun sigurstranglegra en það getur allt gerst í bikarkeppni.

Að sögn Vilmars Þórs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV er enn laust í rútuferðir á leikinn. “Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna. Það er mögulegt er að fara með 17:00 ferðinni frá Eyjum, rúlla beint á leikinn og komast svo heim með 00:00 ferð Herjólfs, en þau breyttu áætlun til að gera fólki þetta kleift. Við erum með opna skráningu í rútuferð, hægt er að sjá skráningarform í rútuna hérna: https://forms.office.com/e/3dRZYWdcyL

ÍBV hefur sent frá sér leikskrá að þessu tilefni en hana má nálgast hérna: https://issuu.com/ibvsport/docs/final_4_leikskra_ibv_2023