ÍBV tók síðasta sætið í undanúrslitum A-deildar Lengjubikarsins eftir að liðið vann góðan 3-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í gærkvöld. Eyjamenn unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Eyjamenn vinna því riðilinn með fullt hús stiga eða 12 stig og eru komnir í undanúrslit. Frammistaða Blika vonbrigði á meðan Eyjamenn líta vel út.

ÍBV mætir því KA í undanúrslitum á laugardag klukkan 14:00 á meðan Valur og Víkingur mætast í hinum undanúrslitaleiknum.

Mörk ÍBV: Alex Freyr Hilmarsson (’38 ), Halldór Jón Sigurður Þórðarson (’48 ) og Bjarki Björn Gunnarsson (’93 )