Framkvæmda- og hafnarráð í samstarfi við 50 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar efna til hönnunarsamkeppni um merki hafnarinnar. Vestmannaeyjahöfn nýtir í dag merki Vestmannaeyjabæjar. Meginkrafa er að ,,Vestmannaeyjahöfn“ og „Port of Vestmannaeyjar“ komi fyrir í eða við merkið.

Tillögum skal skila í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögunni skal jafnframt fylgja lýsing á merkingu hennar og meginhugmynd.

Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð til að meta tillögur sem berast. Verðlaunaupphæð er 150.000 kr. fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu. Dómnefnd áskilur sér þó rétt til að hafna öllum tillögum.

Í umslaginu skulu vera tvö umslög, annað merkt með dulnefni og í því eru tillögurnar en hitt með nafni höfundar.

Skilafrestur er til 12. apríl 2023

Vestmanneyjahöfn v/hönnunarsamkeppni

Skildingavegur 5

900 Vestmannaeyjum