Herrakvöld fótboltans fer fram 24. mars! Leikararnir Kári Viðars og Tryggvi Rafns verða veislustjórar. Eyþór Ingi mun stíga á svið með tónlistaratriði og þá mun enginn annar en Einar Fidda vera ræðumaðurkvöldsins. Happdrætti og leikmannakynning verður á sínum stað.
Sama kvöld fer fram konukvöld ÍBV. Veislustjóri verður enginn annar en Eyþór Ingi! Sara og Una taka lagið og þá mæta þeir Kári og Tryggvi á svæðið með skemmtiatriði. Liðskynning og happdrætti verða á sínum stað ásamt geggjuðum kokteilum.
Þriggja rétta máltið verður frá Einsa kalda og að borðhaldi loknu sameinast karla- og konukvöld og DJ Hjalti Enok heldur uppi stuði.
Miðaverð 7.500 kr og er hægt að panta miða á [email protected].