Til viðbótar við bikarleikir dagsins fer einn leikur fram í Olísdeild karla. ÍBV sækir lið Harðar heim til Ísafjarðar en leiknum var frestað fyrr í vetur.

Fall blasir við Ísfirðingum sem sitja á botni deildarinnar. Eyjaliðið er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig. Flautað er til leiks klukkan 18.00 á Ísafirði í dag.