Landaður afli í höfnum á Íslandi í febrúar síðastliðnum varð 27% minni en febrúaraflinn ári áður. Hann nam 145 þúsund tonnum samanborið við 198 þúsund tonn í febrúar 2022.

Hagstofan hefur tekið saman tölurnar.

Hún segir aflasamdráttinn skýrast af minni loðnuafla, en þorskafli hafi staðið í stað á milli ára og verið tæp 22 þúsund tonn. Afli á 12 mánaða tímabilinu mars 2022 til febrúar 2023 var 1.254 þúsund tonn sem er 187 þúsund tonnum minna en landaður afli á 12 mánaða tímabili fyrra árs.