Kvennalið ÍBV varð síðast bikarmeistari í kvennaflokki árið 2004, þegar liðið lagði Hauka í úrslitaleik 32-35 fyrir framan rúmlega þúsund áhorfendur í Laugardalshöll. Stelpurnar endurtóku leikinn núna og eru væntanlegar með bikarinn með 18:15 ferð Herjólfs úr Landeyjahöfn eftir frækinn sigur á Val, 31:29.

Liðið kemur því um sjö leytið til Eyja og verður tekið á móti þeim með flugeldasýningu og búast má við fjölmenni á Basaskersbryggju. Já, nú er gaman að vera Eyjamaður.

Stelpurnar verða á Háaloftinu í Höllinni kl. 20.00 í kvöld.

Kvennalið ÍBV varð þrisvar sinnum bikarmeistari á fjórum árum 2001, 2002 og 2004. Það var mikið gullaldarskeið á fyrstu árum þessarar aldar og varð kvennalið ÍBV fjórum sinnum Íslandsmeistari á þessum árum.