„Ég veit ekki hvað er hægt að segja, vá hvað þetta er gam­an. Þessi liðsheild og mót­læti eft­ir mót­læti og mæta hérna með þenn­an stuðning. Vá hvað þetta er gam­an!“ seg­ir Hrafn­hild­ur Hanna, ÍBV sig­ur­reif að leik lokn­um í samtali við mbl.is eftir sigur á Val í bikarúrslitunum 31:29.

Hrafn­hild­ur Hanna var fremst meðal jafningja, skoraði tólf mörk,  Birna Berg Haraldsdóttir sjö, Sunna Jónsdóttir sex, Elísa Elíasdóttir fjögur og Harpa Valey Gylfadóttir tvö.

Marta Wawrzynkowska, sem fékk rautt í miðjum fyrri hálfleik??????? varði þrjú skot og Ólöf Maren Bjarnadóttir sjö.

Örugglega fá stelpurnar  hlýjar móttökur þegar þær koma til Eyja í kvöld.