Bikarmeistarar ÍBV kvenna fengu höfðinglegar móttökur þegar þær og fylgdarlið komu til Eyja með Herjólfi um sjöleytið í kvöld. Á bryggjunni var fjöldi mættur að fagna stelpunum þegar þær komu heim með bikarinn.

Allt byrjaði þetta með mikilli flugeldasýningu þegar Herjólfur sigldi inn í höfnina. Á bryggjunni stigu stelpurnar á svið og var þeim innilega fagnað. Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi, Sæunn Magnúsdóttir formaður ÍBV- íþróttafélags og Sigurður Bragason þjálfari stelpnanna fluttu ávörp. Á eftir var sigrinum fagnað á Háaloftinu.

Stelpurnar með bikarinn góða. Mynd Sigfús Gunnar.