Tíu ungir iðkendur semja

Tíu ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS. Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar […]
Greining á uppruna olíumengunar með hafstraumalíkönum

Að beiðni Umhverfisstofnunar var farið í greiningu á reki olíu við suðurströndina á tímabilinu 2020-2022. Ástæðan var talsverður fjöldi olíublautra fugla sem fundist höfðu víðsvegar við strönd suðurlands og í Vestmannaeyjum á þessu tímabilinu. Notuð voru tölvulíkön frá Veðurstofunni og Copernicus-gagnaþjónustu ESB til að greina áhrif hafstrauma, vinda og sjávaralda á rek agna á yfirborði. […]
Fundur um göng til Eyja

Fyrir heimaey stendur fyrir opnum fundi um göng til Eyja klukkan 19:30 í kvöld í Líknarsalnum. Ingi Sigurðsson verður með erindi. Allir velkomnir kv. Stjórn Bæjarmálafélagsins fyrir Heimaey (meira…)
Námskynning í Framhaldsskólanunm

Í dag fara fram námskynningar í Framhaldsskólanunm og verður opið hús fyrir almenning í hádeginu frá klukkan 12-13 þar sem skólinn kynnir námsframboðið. En skólinn býður upp á stúdentspróf með sameiginlegum kjarna og síðan geta nemendur valið um 8 sérhæfingar. Félagsfræði, Náttúrfræði, Íþrótta, Heilbrigðis, Lista, Viðskipta, Fiskeldi og opið svið t.d. fyrir þá sem eru […]